Við dveljum innandyra í um 90% af ævinnar og því skiptir loftið í kringumn okkur miklu máli. Undanfarin ár hefur orðið mikil vitundavakning í gæðum innilofts en á sama tíma hafa hýbílin orðið þéttari og takmarkað loftskipti. Sú þróun hefur komið til svo hægt sé að spara orku og forðast trekk. Loftskipti eru því takmörkuðu við það þegar gluggar eða hurðir eru opnaðir.

Oft þarf lítið til, til þess að stórbæta umhverfi og loftgæði á heimilum.

Uppsöfnun raka og annara efna í loftinu

Sé ekki næg loftræsting safnast raki og önnur efni í loftinu. Agnir, bakteríur og örverur sem eru í loftinu ná ekki að komast út, heldur halda áfram að vera í loftinu og valda okkur skaða. Uppruni þessara agna getur verið af mörgum orsökum hérna eru nokkrar þeirra:

  • Ný byggingarefni eru notuð,en sum mynda óæskilegar gastegundir,sem blandast inniloftinu.
  • Matarlykt og önnur innibirgð lykt safnast fyrir við matarerð.
  • Matarleifar eða annað sem getur myglað
  • Húsbúnaður, sú sem húsgögn geta gefið frá sér agnir
  • Teppi og gólf efni

Á sama hátt getur raki haft alvarlegar afleiðingar. Rakavefur Íshúsins hefur ítarlear upplýsingar varðandi áhrif raka. Losna þarf við raka, sem myndast inni, til að forðast skemmdir eða áhrif á heilsu fólks.


Veistu hvert rakstigið er heima hjá þér?

Það álíka mikilvægt að mæla rakastigið heima hjá þér eins og hitigstigið. Rakastig segir mikið til um gæði loftsins

Rakamælir
Rakamælir

Viftur

Viftur tryggja loftskipti í rýminu, t.d. á baðherbergjum eða eldhúsum. Ein dæmigerð sturtuferð getur losað 2,5 lítra af vatni í loftið. Vifta á baðinu getur gripið þennan raka og losað hann beint, áður en hann fer út úr herberginu og blandast við annað loft íbúðarinnar. Sama á við um suðu, vatn sem er soðið eða eldun getur losað mikið vatn í loftið.

Til er úrval af viftum sem tryggja rétt loftflæði, frá því að vera litlar viftur sem henta fyrir heilu húsin og niður í viftur fyrir einstaka rými. Dæmi um slíka viftu eru Silenta vifturnar frá Vents, sem hafa verið gerðar þannig að þær eru bæði hljóðlátar en einnig með viðbótum eins og t.d. rakaskynjara sem lætur viftuna fara í gang ef rakastig hækkar.Rafræn loftræsting með viftum tryggir rétt loftflæði. Oft nægir ein vifta í íbúð til að tryggja að loft komist á hreyfingu í íbúðinni og loftskipti séu eðlileg. Um leið og viftan fer í gagn kemur hún hreyfingu á loftið í kring og myndar sog sem hefur áhrif á loftflæði allar íbúðarinnar. Slíkt fer þó eftir hönnun íbúðarinnar og þarf að skoða í hvert skipti. Einnig skiptir máli þættir eins og hversu margir einsaklingar eru í íbúðunni og hvaða þættir það eru sem eru að hafa áhrif á loftgæðin (t.d. eru teppi svo dæmi sem nefnt).

Náttúruleg loftræsting

Glugga lofttúða
Glugga lofttúða

Náttúruleg loftræsting, sem hleypir lofti náttúrulega inn í rýmið án þess að viftur komi við sögu eða með viftum til að tryggja innflæði af lofti á móti viftunum sem blása lofti út. Sé íbúð mjög þétt, er t.d. ekki nóg að setja viftu sem sogar loft úr íbúðinni, nauðsynlegt er að hafa rifu eða annað sem getur hleypt jafnmiklu af lofti inn og sem viftan hleypir út. Slíkt náttúrúleg hringrás leyfir einnig lofti að komast inn á náttúrulegan máta án hjálpar viftu.

Dæmi um þetta eru glugga lofttúðurnar, sem er komið fyrir ofan glugga. Þær eru litlar og auðveldar í uppsetningu, eina sem þarf að gera er að bora göt til að koma henni fyrir, og koma fyrir utan og móttstykkjum til að stjórna loftflæðinu.

Varmaendurvinnsla

Stór ástæða þess að hús eru svo þétt er til að spara orku. Varmaendurvinnslukerfi eru kerfi sem spara orku með því að nota heitt loft sem er að koma úr íbúðinni til að hita loftið sem er að koma inn. Þannig er hægt að fá ferkst loft inn í hýbíli án þess að taka orku eða tapa lítilli orku. Þessi varmaendurvinnslukerfi geta nýtt allt að 90% af orkunni.

Varmaendurvinnslukerfi
Varmaendurvinnslukerfi

Þurrktæki

Sé rakastig of hátt og viðvarandi of hátt er mikil hætta á myglusveppum. Oft eru aðstæður þannig að erfitt er að loftræsta nægjanlega eða raki það mikill að það er ekki praktískt að nota aðra loftræstingu til þess að þurrka íbúðina. Þurrktækin hafa reynst mörgum mjög vel og eru góð leið til þess að koma í veg fyrir myglu. Oft eru þurrktækin eina praktíska leiðin til að koma í veg fyrir myglu, þar sem önnur skilyrði fyrir myglusveppin eru fyrir hendi (súrefni og fæða).

Frekari upplýsingar um þurrktæki