fbpx

Classic – Silenta – Quiet hljóðlátu vifturnar.

Classic – Silenta – Quiet hljóðlátu vifturnar.

Íshúsið býður upp á 3 mismunandi tegundir af baðherbergisviftum, Classic – Silenta – Quiet.   Þessar viftur eru allar til í 10 – 12,5 og 15 cm þvermáli.  Ýmsir hafa spurt út í muninn á þessum 3 tegundum af viftum.

Svarið er einfalt, en það er hljóðið.

Classic:  Hagkvæm vifta sem er bara hefðbundin og gefur frá sér sambærilegt hljóð og það sem samkeppnisaðilar Íshúsins hafa boðið upp á hingað til á Íslandi.

Silenta:  Hefur sambærilegt útlit og classic viftan, en hefur verið útbúin sérstaklega til að koma í veg fyrir hávaða.  Þetta hefur meðal annars verið gert með því að einangra sérstaklega mótorinn frá viftunni sjálfri.  Einnig hefur snúningshraðinn á mótornum verið minnkaður sem dregur lítillega úr afköstum viftunnar.

Quiet:  Viftan er hönnuð frá grunni með það í huga að vera hljóðlítil.  Hún er með sömu afköst of Clasic viftan og er hljóðlátari en Silenta viftan.  Allt hefur verið gert til þess að draga sem mest úr hávaða viftunar.

Taka skal fram að hljóð sem kemur frá viftum er ekki allt komið til vegna viftunnar sjálfrar.  Lagnir að viftu geta haft veruleg áhrif á það hversu mikið hljóð kemur frá viftunni.  Lagnir sem eru með mikið af þrengingum eða eru þannig úr garði gerðar að það heyrist í þeim þegar viftan blæs, geta gefið frá sér nokkurt hljóð.

 

 

 

 

 

Share this post