fbpx

Gólfhitakerfi

Gólfhitakerfi

Gólfhiti hefur verið ákaflega vinsælt kyndikerfum á undanförnum árum, en hefur gólfihiti marga kosti t.d  þægilegur inni- og útihiti, þótt kerfið sé seint að bregaðst við.  Kerfin endast vel. Það þykir yfirleitt ekki mikil prýði af lögnum, hvort sem um ræðir rafmagns- eða vatnslagnir. Það getur því verið gott að hafa hitakerfið falið í gólfinu og þar sem engir ofnar eru nýtist rýmið betur, hægt að nýta veggpláss eða setja húsgögn upp á veggjum án þess að draga úr hitadreifni.  Það er alþekkt að ofnar þyrli upp ryki. Rykið sést vel t.d. þegar sólargeisli skín inn um glugga. Í húsum með gólfhita er mun minna ryk í loftinu þar sem engir ofnar eru til að þyrla þeim upp. Almennt nýtist hiti slíkra kerfa vel (sé það rétt hannað), þar sem hiti kemur beint um og er hiti jafnari í húsum.

Stærsti galli við gólfhitakerfi er sá að það er innsteypt. Það er því ekki auðvelt að skipta um lagnir komi eitthvað fyrir. Hafi ekkert farið úrskeiðis við lagningu er ekki mikil hætta á að lagnirnar gefi sig. Þar sem rörin eru úr plasti þá ryðga þau ekki og fáar eða engar samsetningar eru á þeim sem geta lekið.

Annar stór galli, sem er jafnframt stór kostur kerfanna er að varmadreifing þeirra er eingöngu lóðrétt – heitt loft leitar upp þar sem lagnirnar eru heitar og kallt loft sígur niður á móti á köldu svæði.  Loftdreifing verður því minni, en þar sem ofnakerfi eru.  Það getur haft áhrif á loftgæði og rakastig, þar sem raki festist inni í loftbrú.

Nokkrar leiðir eru til að bæta þetta.

Loftræstikerfi:

Sé húsið nýtt, þá er eðlilegt að nota loftræstikerfi.  Loftræstikerfið nýtir varmann en kemur loftinu á hreifingu og útvegar ferskt loft þar sem það skiptir mál en dregur út raka og óhreint loft t.d. af baðherbergjum.

Loftviftur:

Loftviftur hreyfa loftið og jafna hitastig  og rakastig í rýminu.

 

Share this post