fbpx

Loftræsting fyrir heimili

Loftræsting fyrir íbúðir og einbýlishús

Loftræsting fyrir heimili er stöðugt algengari á nýjum og eldri heimilum bæði í fjölbýlishúsum og einbýlishúsum. Íshúsið ehf hefur verið einn stærsti söluaðili að loftræstikerfum ásamt öllum fylgihlutum. Við bjóðum úrval lausna, með breiða skýrtskotun í þörfum, allt frá einföldum ódýrum kerfum og upp í stærstu kerfi.

Fjölmargar leiðir eru í boði til að setja loftræstingu og miklu máli skiptir að vanda vel þegar kemur að því að setja upp loftræstingu.

Einfaldari kerfin frá okkur eru með þrálausum stýringum sem þurfa ekki annað en að tengja loftrásina við og nota þráðlaust stýriborð til að stýra kerfinu. Við eigum einnig flóknari kerfi sem bjóða upp á nútímastýringar, annað hvort tengdar í gegnum hússtjórnarkerfi eða stýrt í gegnum app í símanum.

ATH:
Vegna aukinna vinsælda höfum við sett upp sérstaka síðu fyrir Loftæsting fyrir einbýlishús sem getur líka hjálpað til við að skoða loftræstikerfi fyrir íbúðir.

Upplýsingar fyrir hönnuði
Listinn með 4 atriðingum getur gangast vel fyrir hönnuði

Algengar spurningar

Hérna eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim, varðandi Loftræstikerfi fyrir heimili

 

Nokkrar ástæður:

Heilbrigt loft

Við dveljum að meðaltali yfir 90% sólarhringsins innandyra og því þarf loftið að vera gott.

 • Loftræsting fyrir heimili hreinsar burtu agnir eins og myglugró eða frjókorn
 • Kemur í veg fyrir uppsöfnun á óheibrigðum efnum t.d. frá húsgögnum, málningu eða annars sem gefur frá sér efni.
 • Heldur eðlilega lofthreyfingu á heimilinu

Rakastýring

Loftraki er ein helsta ástæða fyrir myglsvepp í lofti. Loftræsting kemur í veg fyrir að raki safnist saman innandyra.

 • Loftræsting fyrir heimili kemur í veg fyrir rakasöfnun
 • Dregur úr rakaþéttingu innandyrra
 • Verndar byggingar fyrir rakaskemmdum

Sparnaður

Loftræstikerfin endurnýta varma í lofti sem er verið að endurnýja, heit loft að innan hitar loftið sem er að koma inn. Þannig næst gríðarlegur orkusparnaður.

 • Loftræsting fyrir heimili endurnýtir varma og sparar orku
 • Eru sjálf sparneyti og með orkusparandi viftur
 • Spara kostnað í viðhaldið með því að viðhalda heilbrigðum byggingum.

Hljóðdeyfing

Loftrásir eru ein algengasta leið til að hljóð heyrist. Dæmi á milli hæða, milli rýma og þegar gluggar eru opnir að utan.

 • Lítið hljóð frá loftræstikerfinu
 • Dregur úr hljóði að utan
 • Dempar hljóðdeyfingu á milli rýma

Við bjóðum allan pakkann - allt efnið:

Við eigum ekki bara loftræstinguna, heldur bjóðum við uppá gríðarlegt úrva af aukahlutum sem þarf með fyrir uppsetninguna.

Það skiptir máli að velja réttu hlutina fyrir loftræstinguna svo sem útlitslega þætti, réttu tenginuna og stýringarnar.

Fáðu allt efni sem þú þarft á einum stað!

loftraesting_aukahlutir

Loftræsting fyrir heimili – fylgihlutir

 • Rör – Blikkrör, Álbarkar og plaströr
 • Veggbox – úrval af boxum í veggi
 • Grill – Frontar og grill á veggi, loft eða gólf.
 • Dreifibox – dreifing út frá loftræstingu
 • Hljóðgildrur – Úrval lausna til hljóðdeifingar
 • Lokur – þrýstingslokur – þéttar lokur
 • Hitarar – frostvarnarhitarar eða hitarar – heitt vatn eða rafmagn

Veldu loftræstikerfi sem hentar þér:

Pakka með öllu
Veistu ekki hvar þú átt að byrja? Hérna er hægt að sjá pakka sem innihalda loftræstikerfi ásamt aukahlutum:

Hérna eru helstu undirflokkar:

Dæmi um uppsetningu á


Loftræstikerfinu er komið fyrir í skúr, geymslu, þvottahúsi eða baði.

Lögnum er dreift þaðan um húsið, oft með niðurteknu lofti, í steypu eða í veggjum.[/vc_column_text]

Loftræsting fyrir heimili

Niðurtekið loft í eldhúsi - hylja loftræstistokka

Niðurtekið loft í eldhúsi, loftræstistokkum er komið fyrir í niðurteknu lofti og snyrtilegum ristum komið fyrir.

Loftræstikerfi komið fyrir

Annars vegar er loftræstikerfi komið fyrir í skáp, skápahurð sett fyrir til að hylja kerfið. Hins vegar kerfi sem er komið fyrir í lofti og loftræstilagnir lagðar upp í loftið.

Skoðaðu framleiðendur okkar:

Hafðu samband

Hafðu samband - fáðu frekari upplýsingar

Vantar þig frekari upplýsingar?

Hafðu samband með því að fylla út formið hér fyrir neðan, senda okkur tölvupóst á ishusid@ishusid.is eða hringja í síma 566 6000.

  Þú hefur sett þessa vöru í vörukörfu: