Loftskiptikerfi fyrir heimili

Það er að verða algengara og algengara að eigendur fasteigna velji að setja upp loftskiptikerfi í íbúðarhúsum, bæði í nýjum og eldri heimilum, í bæði fjölbýlis- og einbýlishúsum. Íshúsið ehf. hefur verið einn stærsti söluaðili loftræstikerfa á landinu, en við seljum einni alla fylgihluti. Við bjóðum úrval lausna fyrir mismunandi þarfir viðskiptavina okkar, allt frá einföldum og ódýrum kerfum og upp í stærstu kerfin á markaðnum.

Fjölmargar leiðir eru í boði til að setja upp loftskiptikerfi og miklu máli skiptir að vanda valið vel þegar kemur að því að setja upp kerfin þannig að rétt kerfi sé valið m.v. aðstæður hverju sinni..

Upplýsingar fyrir hönnuði
Listinn með 4 atriðingum getur gangast vel fyrir hönnuði

Hvernig virkar loftskiptikerfin?

 1. Hreinu útilofti er síað og blásið inn í íbúðina.
 2. Óhreint loft (td. af baði) er á móti blásið út.
 3. Varmaendurvinnsla hitar upp kalt útiloft áður en það fer í íbúðina

Þannig færðu alltaf inn ferkst loft ryklaust (síað) án þess að það sé skít kalt.

Heilbrigt loft

Við dveljum að meðaltali yfir 90% sólarhringsins innandyra og því þarf loftið að vera gott. Loftræsting fyrir heimili:
 • Hreinsar burtu agnir úr loftinu eins og myglugró eða frjókorn.
 • Kemur í veg fyrir uppsöfnun á óheilbrigðum efnum t.d. frá húsgögnum, málningu eða annarra hluta sem gefa frá sér efni.
 • Heldur eðlilegri lofthreyfingu á heimilinu.

Rakastýring

Loftraki er ein helsta ástæðan fyrir myglusvepp í lofti. Loftræsting kemur í veg fyrir að raki safnist fyrir innandyra. Loftræsting fyrir heimili:
 • Kemur í veg fyrir rakasöfnun
 • Dregur úr rakaþéttingu innandyra
 • Verndar byggingar fyrir rakaskemmdum

Sparnaður

Loftræstikerfin endurnýta varma í lofti, heitt loft innan úr húsinu hitar loftið sem er að koma inn. Þannig næst gríðarlegur orkusparnaður. Loftræstikerfi fyrir heimili:
 • Endurnýta varma og spara orku
 • Eru sjálf sparneytin og með orkusparandi viftur
 • Spara kostnað í viðhaldi með því að viðhalda heilbrigðum byggingum.

Hljóðdeyfing

Loftrásir eru ein algengasta leið til að hljóð heyrist, t.d. á milli hæða eðarýma og þegar gluggar eru opnir að utan.
 • Loftræstikerfin eru hljóðlát
 • Dregur úr hljóði að utan, þar sem minni þörf er fyrir að opna glugga
 • Dempar hljóðdreifingu á milli rýma

Myndir af kerfum:

Bæklingar:

Algengar spurningar

Hérna eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim, varðandi Loftræstikerfi fyrir heimili

Við seljum ekki bara loftræstikerfin, heldur bjóðum við einnig upp á gríðarlegt úrval af aukahlutum fyrir uppsetninguna.

Það skiptir máli að velja réttu aukahlutina fyrir loftræstinguna, svo sem vegna útlitslegra þátta, réttu tenginguna og stýringarnar.

Fáðu allt efni sem þú þarft á einum stað!

Loftræsting fyrir heimili – fylgihlutir

Dæmi um uppsetningu á loftræstikerfi:


Loftræstikerfinu er komið fyrir í bílskúr, geymslu, þvottahúsi eða baði.

Lögnum er dreift þaðan um húsið, oft með niðurteknu lofti, í steypu eða í veggjum.

Niðurtekið loft í eldhúsi, loftræstistokkum er komið fyrir í niðurteknu lofti og snyrtilegum ristum komið fyrir.

Annars vegar er loftræstikerfi komið fyrir í skáp og skápahurð sett fyrir til að hylja kerfið. Hins vegar kerfi sem er komið fyrir í lofti og loftræstilagnir lagðar upp í loftið.

Loftræstikerfi:

Loftræstikerfi - nokkrar uppsetningar: