fbpx

Rakastýrðu vifturnar

Rakastýrðu vifturnar

Íshúsið býður nú upp á rakastýrðu vifturnar en þetta er nýjung hjá Íshúsinu.  Rakastýrðu vifturnar eru búnar bæði með rakastýringu og klukku.  Þær fara af stað þegar rakastig nær ákveðnu marki sem er auðvelt að stilla og keyra þá í fyrirfram ákveðin tíma.   Sé rakastigið enn of hátt þá hætta þær að keyra en sé rakastigið enn of hátt þá keyra þær áfram.

Þessar viftur henta því ákaflega vel inn á baðherbergi eða þvottahús.  Þessir staðir eru þannig að rakastig er oft mjög hátt og verði rakanum ekki dælt út og komið með nýtt þurrt loft í rýmið þá safnast hann fyrir.  Þetta hefur verið einn af göllum fjölmargra nýbygginga þar sem ekki er hugsað fyrir að losa rými við raka.

Vifturnar eru litlu dýrari en viftur sem eru ekki með neinni stýringu og eru af staðlaðri stærð, þannig að auðvelt er að skipta út viftum sem fyrir er fyrir þessar “snjöllu” viftur.

Frekar upplýsingar um áhrif raka er hægt að lesa á rakavef Íshúsins.

Share this post