Tag - vifta

Easy flata baðviftan

Easy baðviftan

Easy baðviftan

Flata baðviftan. Hentar þar sem ekki er hægt að koma fyrir öðrum viftum, viftan er flöt og leggst utan á vegginn en þarf ekki að tengja við rör. Viftan hentar því á stöðum þar sem gat er ekki af staðlaðri stærð.

Hljóðlátar

Eingöngu 29 db á fullum krafti.

Lítil orkunotkun

Viftan notar eingöngu 3,6 wött.

Loftflæði

 • 95 m3/h (rúmetrar á klukkustund).
 • 27 L/sek.

Rafmagn

 • 220-240 Volt 50 Hz
 • 3,6 Vött

Hljóð

Hljóðið er mælt í 3 metra fjarlægð: 29 dB(A)

Einangrun

IP44.

Read more...

Hringvifta – 100 mm

Hringlaga vifta

Hringlaga vifta

Frábærar viftur þar sem ekki er mikið pláss til að koma viftunni fyrir.

Loftflæði

 • 98 m3/h (rúmetrar á klukkustund).
 • 27,244 l/s

Rafmagn

 • 220-240 Volt 50 Hz
 • 14 Vött
 • 0.085Amper

Hljóð

Hljóðið er mælt í 3 metra fjarlægð: 34 dB(A)

Einangrun

IPX4.

Stærð

Stærð viftu

Stærð viftu

Bæklingur með PF viftu

Read more...

Rörablásari 315

Blásari fyrir rör

Blásari fyrir rör

TT blásararnir eru öflugir blásarar sem nýta sér bæði tækni öxulviftu og miðflóttaafls vifta. Þær henta því á stöðum þar sem þörf er á að blása miklu lofti en einnig að standast mikinn mótþrýsting, t.d. vegna þess að blása þarf um lengri vegalengd (5 metra og lengra) eða upp.

Loftflæði

 • 2350m3/h
 • 653 l/s
 • 1384 cfm

Rafmagn

 • 220-240 Vac 50/60Hz
 • 330 Watts.
 • 1.43 Amps.

Hljóð

58 dB(A) @ 3m fjarlægð frá viftunni.

Einangrun

IP stuðull IPX4. (skvettuheld)

Bæklingur með TT viftunum

Read more...

Baðherbergisviftur

Baðherbergi viftur

Baðherbergi er uppspretta mikið af raka t.d. þá fara 420 grömm af raka í loftið við það að fara í 10 mínútna sturtuferð. Sama á við um annað sem við notum vatn við á baðherberginu, allt eykur rakastigið í loftinu. Þeir sem hafa farið í heita sturtu þekkja að móða safnast á spegilinn, móðan er raki sem hefur losnað við sturtuna og bundist loftinu, loftið er svo mettað að þegar það kemst í snertingu við kaldan spegilinn fellur rakinn úr loftinu.

Ef ekki er gripið strax til aðgerða með því að blása rakamettuðu lofti út, þá blandast það öðru lofti og eykur heildar rakastig í öllu búsvæðinu. Það er því mikilvægt að losa sig við rakann strax og áður en hann blandast við annað loft.

Við að velja rétta viftu er rétt að hafa í huga nokkur atriði:

 • Stærð herbergisisins
 • Hljóð
 • Stýringar
 • Orkunotkun
 • Mótþrýstingur

Stærð herbergisins, hefur áhrif á hversu öflug viftan þarf að vera. Þeim mun stærra sem rýmið er, þeim mun öflugri þarf viftan að vera. Flestar viftuarnar afkast frá um 80 m3/klst. Dæmigert baðherbergi eru um 20 m3, sem þýðir að það tekur 15 mínútur að skipta um allt loft í baðherberginu.

Hljóð, hefur áhrif. Ef það er mikill hávaði í viftunni eru litlar líkur á að við látum hana ganga. Til eru viftur sem gefa frá sér mismikið hljóð og ráða þar þættir eins og hvernig gengið frá viftunni sjálfri, hvernig spaðinn og mótorinn er eingangraður frá festingum við veginn. Einnig skiptir máli hvernig gengið er frá loftstokkum, jafnvel besta vifta með bestu mögulegu hljóðeinangrun kemur ekki í veg fyrir að illa lagðir stokkar gefi frá sér hljóð þegar loft leikur um þá.

Stýringar skipta máli, töluvert úrval ef af stýringum í boði. T.d. vifta sem gengur í ákveðin tíma eftir að hún er ræst, vifta sem er með rakastýringum eða viftur sem eru með hreyfiskynjurum og fara sjálfar í gang þegar hún nemur hreyfingu.

Orkunotkun getur verið mjög mismunandi eftir viftum. Sumar viftur eyða töluverðu rafmagni og því verður kostnaðurinn töluverður yfir árið að reka viftuna. Þær viftur sem Íshúsið býður upp á hafa allar verið gerðar þannig að þær eyða lágmarksrafmagni miðað við stærð.

Mótþrýstingur skiptir gríðarlega miklu máli. Baðviftur eru flestar hannaðar þannig að þeim er ekki ætlað að standast mikinn mótþrýsting. Mótþrýstingurinn verður til t.d. vegna þess að blása þarf loftinu um langan veg eða upp um töluverða hæð. Í tilfellum þar sem mjög mikill mótþrýstingur er, þarf að fá sérstakar viftur sem eru hannaðar til að standast mótþrýstinginn.

Read more...

Útsogsblásari

utsogviftur

Útsogsviftur festar á vegg. VENTS VCN vifturnar henta vel fyrir heimili, vinnustaði eða fyrir iðnaðaruppsetnginu, þar sem krafist er hljóðlátarar en afkasta mikklarar viftu. Með því að tengja hana við barka getur hún sótt úr einu eða fleiri rýmum. Með því að hafa viftuna sjálfa fyrir utan húsið er hávaðinn sem berst inn takmarkaður.

Kassinn utan um viftuan er úr plasthúðuðu stáli,

Mótorinn er centrifugla (miðflóttaafls) með sérhönnuðum viftublöðum til að halda bæði góðum þrýstingi sem og loftmagni. Útsogsblásarinn er með yfirálagsvörn og sjálfvirkri endurræsingu þegar blásarinn hefur kólnað. Útsogsblásarinn er með kúlulegum fyrir lengri endingu blásarans. Hvert og eitt einasta blað blásarans er ballanserað. IP-Staðall er IP 44.

Útsogsblásarinn er búinn þannig að auðvelt er að setja hann upp. Auðvelt er að taka kassan utan af viftunni til að komast í rafmagnstengingar eða til að setja viftuna upp.

Bæklingur með útsogsblásurum
Leiðbeiningar útsogsblásari

Read more...

Blásari fyrir rör – 150 mm – Hitastýring – hraðastýring

Blásari fyrir rör

Blásari fyrir rör

TT blásararnir eru öflugir blásarar sem nýta sér bæði tækni öxulviftu og miðflóttaafls vifta. Þær henta því á stöðum þar sem þörf er á að blása miklu lofti en einnig að standast mikinn mótþrýsting, t.d. vegna þess að blása þarf um lengri vegalengd (5 metra og lengra) eða upp.

Blásarinn er með innbygðum hraðastilli og hitastilli sem nemur hitastigið í loftinu og fer í gagn ef hitastigið er of mikið.

Loftflæði

 • 552 m3/h
 • 153 l/s
 • 324 cfm

Rafmagn

 • 220-240 Vac 50/60Hz
 • 60 Watts.
 • 0.27 Amps.

Hljóð

44 dB(A) @ 3m fjarlægð frá viftunni.

Einangrun

IP stuðull IPX4. (skvettuheld)

Bæklingur með TT viftunum

Read more...

Lofttúður

Vegggegnumtök

Lofttúða

Lofttúða


Vegg loftúða er hönnuð til að vera vera með stöðugt loftflæði inn í íbúðir eða vinnustaði. Loftúðan hleypir inn fersku lofti án þess að þurfa að opna glugga eða hleypa inn ryki eða hávaða inn. Þú getur farið frá með og haldið áfram að lofta án þess að hafa áhyggjur af því að þjófar eða aðrir komist inn í íbúðina.

Lofttúðan er búin með síum til að taka í burtu ryk og hægt er að stjórna opnun túðunnar.

Lofttúður – bæklingur


Glugga lofttúða

Glugga lofttúða

Glugga lofttúða


Loftúða sem leyfir náttúrulegu loftflæði að eiga sér stað án þess að þurfa að opna glugga eða hurð. Mjög einfalt í uppsetningu, þar sem loftúðunni er komið fyrir ofan glugga. Göt eru boruð sem hleypa loftinu í gegn, og með lofttúðunni er svo hægt að stýra flæðinu með opnun.

Lofttúða fyrir glugga – bæklingur

Read more...

Baðherbergisviftur – 10 cm

Baðherbergisvift

Baðherbergisvift

Klassísk útsogsvifta sem hentar hvort sem er í baðherbergi eða eldhús, eða þar sem þörf er á loftskiptum. M serían er með klassísku útliti, góðu loftflæði, litlu hljóði og góða nýtni.

 • Klassískt útlit
 • Gæða plast í kápu
 • Butterfly einstefnuloki
 • Fjölrbreyttir möguleikar að stjóran viftunni
 • Staðalstærð, og passar beint í eldri 10 cm viftugöt

Loftflæði

 • 98 m3/h (rúmetrar á klukkustund).
 • 27 l/s (lítrar á sekúndu).

Rafmagn

 • 220-240 Volt 50 Hz
 • 14 Vött
 • 0.085 Amper

Hljóð

Hljóðið er mælt í 3 metra fjarlægð: 34 dB(A)

Einangrun

IPX4.

Stærð

Stærð viftu

Stærð viftu

Read more...

Baðherbergisvifta – 15 cm

Baðherbergisvift

Baðherbergisvifta

Klassísk útsogsvifta sem hentar hvort sem er í baðherbergi eða eldhús, eða þar sem þörf er á loftskiptum. M serían er með klassísku útliti, góðu loftflæði, litlu hljóði og góða nýtni.

 • Klassískt útlit
 • Gæða plast í kápu
 • Butterfly einstefnuloki
 • Fjölrbreyttir möguleikar að stjóran viftunni
 • Staðalstærð, og passar beint í eldri 10 cm viftugöt

Loftflæði

 • 295 m3/h (rúmetrar á klukkustund).
 • 81 l/s (lítrar á sekúndu).

Rafmagn

 • 220-240 Volt 50 Hz
 • 24 Vött
 • 0.13 Amper

Hljóð

Hljóðið er mælt í 3 metra fjarlægð: 39 dB(A)

Einangrun

IPX4.

Stærð

Stærð 15 cm vifta

Stærð 15 cm vifta

Read more...